Um okkur

Velkomin á miamio.is!

Mía & Míó er netverslun og umboðsaðili fyrir Mountain Buggy á Íslandi.  
Við viljum vera fremst hvað varðar þægindi fyrir þig þegar kemur að því að skoða og kaupa vörur á netinu. 
Við getum sent vöruna til þín en þér er líka velkomið að sækja hana til okkar og ef eitthvað bjátar á er minnsta mál að fá að skila. Þú mátt alltaf hafa samband við okkur í gegn um netfang eða síma.
 
Kær kveðja

 

 

Upplýsingar um okkur:

About North ehf. kt: 691117-0490 og VSK-númer 130316, Brekkubær 16, 110 Reykjavík. Tilgangur okkar er fyrst og fremst innflutningur og sala á barnavörum og heimilisvörum.
Rkn. 0133-26-013334 fyrir millifærslur.

 

Að greiða á netinu:

Greiðslan er einföld og örugg. Hún fer í gegn um greiðslusíðu Valitor og er hægt að greiða með öllum kortum frá Visa og Mastercard. Einnig er hægt að greiða með Netgíró. 

 

Afhending:

Ef vara er til á lager mun sendingartími taka 2-4 virka daga. Í öðrum tilfellum höfum við samband við þig varðandi afhendingartíma.

Athugaðu að færa inn rétt heimilisfang við pöntun.

Við sendum þér svo tölvupóst þegar pöntunin hefur verið afgreidd og send af stað.

 Ef þig langar að sækja vöruna þá erum við í Brekkubæ 16 og er best að hringja í síma 690-3564 eða senda póst á miamio@miamio.is og finna hentugan tíma.

 

Hvað þarf að gefa upp?

Þegar þú ert að ganga frá pöntun er gott að yfirfara upplýsingarnar til að vera með allt rétt. Það sem við þurfum að vita er nafn, netfang og heimilisfang. Þessar upplýsingar förum við með sem trúnaðarmál og verða þær aldrei veittar þriðja aðila. 

 

Að skila vöru:

Þér er velkomið að hafa samband við okkur varðandi skil ef svo ber undir. Við leysum það í sameiningu á farsællegan hátt. Þú mátt skila vörunni og fá endurgreitt eða inneignarnótu ef varan uppfyllir ekki þínar væntingar, svo lengi sem varan er í upprunalegu ástandi. Hægt er að skila vöru innan 14 daga frá afgreiðslu pöntunar. Sendingarkostnaður til baka er þó ekki endurgreiddur nema vara sé gölluð.

Þú mátt afturkalla pöntunina án kostnaðar ef tafir eru af okkar hálfu. 

Skilaréttur gildir ekki um vörur sem keyptar eru á útsölu.