Skilmálar
Að greiða á netinu:
Greiðslan er einföld og örugg. Bæði er hægt að millifæra beint inn á reikning eða greiða með greiðslukorti. Það er gert í gegn um Valitor en hægt er að greiða með öllum kortum frá Visa og Mastercard.
Afhending:
Þú færð vöruna senda til þín með Póstinum eða getur sótt vöruna á þitt pósthús gegn greiðslu sem Pósturinn ákvarðar hverju sinni.
Þú getur einnig valið að sækja vöruna án endurgjalds.
Ef vara er til á lager mun sendingartími aðeins taka 1-4 virka daga.
Athugaðu að færa inn rétt heimilisfang við pöntun.
Við sendum þér svo tölvupóst þegar pöntunin hefur verið afgreidd og send af stað.
Ef varan er ekki til á lager höfum við samband við þig um leið og látum vita hvenær von er á henni.
Hvað þarf að gefa upp?
Þegar þú ert að ganga frá pöntun er gott að yfirfara upplýsingarnar til að vera með allt rétt. Það sem við þurfum að vita er nafn, netfang og heimilisfang. Þessar upplýsingar förum við með sem trúnaðarmál og verða þær aldrei veittar þriðja aðila.
Að skila vöru:
Þér er velkomið að hafa samband við okkur varðandi skil ef svo ber undir. Við leysum það í sameiningu á farsællegan hátt. Þú mátt skila vörunni og fá endurgreitt eða inneignarnótu ef varan uppfyllir ekki þínar væntingar, svo lengi sem varan er í upprunalegu ástandi. Hægt er að skila vöru innan 14 daga frá afgreiðslu pöntunar. Sendingarkostnaður til baka er þó ekki endurgreiddur nema vara sé gölluð.
Þú mátt afturkalla pöntunina án kostnaðar ef tafir eru af okkar hálfu.
Skilaréttur gildir ekki um vörur sem keyptar eru á útsölu.
Ef við uppfyllum ekki þínar væntingar:
Það er okkur mikilvægt að þú sért ánægð/ur með okkar vörur og þjónustu. Sé eitthvað ekki eins og þú telur að það eigi að vera þá ekki hika við að hafa samband.
miamio@miamio.is