Lífræn bómull

fróðleikur lífræn bómull lífrænt

Við vitum að lífræn bómull er best fyrir börnin okkar. Vitum við af hverju?

Bómull má nánast kalla „efnið í lífi okkar“ og af góðri ástæðu.

Við komust í snertingu við bómull á hverjum einasta degi. Fötin sem við klæðumst, sængurverin sem við sofum með, taubleiurnar sem börnin okkar liggja á og meira að segja geta verið bómullarfræ (cottonseed) innihald í matvörum.

Hvað er lífræn bómull?

Lífræn bómull er ræktuð án nokkurrar aðkomu eitraðra varnarefna (skordýraeiturs) eða áburða samkvæmt skilgreiningu Organic Trade Association. Þess í stað eru notaðar leiðir í sátt við náttúruna til að vernda búskapinn, eins og skordýrum sem hafa jákvæð áhrif á búskapinn fá að dreifa úr sér, illgresi er tekið handvirkt og með aðstoð tækja í stað þess að nota eiturs o.s.frv. Allt við búskapinn er gert til að draga úr umhverfisáhrifum og minnka kolefnisspor. Samtök þriðja aðila gefa svo vottun fyrir því að lífrænir bómullarbændur notist aðeins við viðurkenndar aðferðir og úða ekki eituðum efnum á ræktun þeirra.  

Stóra átakið í lífrænni hreyfingu er að notast við ræktandi kerfi (growing system) sem endurnýjar jarðveg, viðheldur jarðvegsfrjósemi og stuðlar að fjölbreyttum landbúnaði og sjálfbærni. Lífræn bómullarræktun krefst einnig minni vatnsnotkunar og hefur ekki mengandi áhrif á nærliggjandi vatnsból.

Hefðbundin bómullarræktun í dag

Hefðbundinni ræktun á bómull fylgir mikil notkun á eitruðum varnarefnum eins og skordýraeitri og áburði. Það gefur gríðarleg áhrif á umhverfið, skapar heilsufarsáhættu fyrir þá sem vinna við bómullarræktun og stækkar kolefnisspor bómullarræktunar um of.

Talað er um að hefðbundnir bómullarbændur noti allt að 25% af öllu skordýraeitri heims og meira en 10% af framleiddum áburði. Það eru stórar tölur fyrir einstakan geira.

Það getur verið að það kosti minna að framleiða og kaupa hefðbundna bómull, en ávinningurinn af því að kjósa lífræna bómull er ómetanlegur. Betri jarðvegur, hreinna vatn, heilbrigðari starfsmenn, hærri laun og meiri velferð almennt. Aðeins fleiri hundraðkarlar fyrir lífræna afurð er okkar atkvæði fyrir sjálfbærri framtíð fyrir komandi kynslóðir. Því veljum við lífrænt þegar mögulegt er. 

 

Ávinningur þess að velja lífræna bómull

  • Lífrænt vottaður bómullar búskapur skilur ekki eftir nein efni í umhverfinu og ræktar ekki erfðabreyttan bómull.
  • Lífrænt vottaðir bómullarbændur veita öruggara vinnuumhverfi fyrir starfsfólk sitt á bómullarökrum fjarri snertingu við skaðleg efni.
  • Lífrænt vottuð bómull skilur eftir sig færri kolefnisfótspor með því að nota minna vatn og minni orku við framleiðslu.
  • Lífrænt vottuð bómull er laus við ött eitruð litarefni og skaðleg önnur skaðleg efni í meðhöndlun eins og formaldehýð, þungmálma og arómatísk leysiefni.
  • Lífrænt vottuð bómull stuðlar að sjálfbærri virðiskeðju.
  • Framleiðendur lífrænt vottaðrar bómullar fylgja ströngum viðmiðum, stuðla að sanngjörnum vinnuskilyrðum og notast ekki við barnaþrælkun.
  • Þau sem eru viðkvæm eða með ofnæmi ættu að geta vafið sig lífrænt vottaðri bómull án hiks.

Já, það er heldur betur undir okkur komið að hugsa vel um jörðina fyrir börnin okkar og barnabörn <3

 

 

 


eldri færslur nýrri færslur


skilja eftir umsögn

skilaboðin þín bíða nú eftir að vera samþykkt :)