Hlakka til að sjá ykkur!

Audur Jonsdottir skrifar þann

Fjölmargar íslenskar netverslanir ætla að koma saman og halda sumarmarkað laugardaginn 5.maí næstkomandi í Þróttaraheimilinu í Laugardal. Húsið opnar kl 11 og munum við bjóða upp á léttar veitingar, gleði og sumartónlist yfir allan daginn, eða til kl 17.

Það verður ótrúlega gaman, alls konar tilboð og verður úrvalið þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Mía & Míó ætlar að vera með ýmis konar tilboð og kynna ykkur fyrir nýjum vörum.

Dragið vinkonur, mömmur, ömmur, systur og bara alla með ykkur á þennan stórskemmtilega viðburð!

Laugardagur 5. maí

kl 11-17

Þróttaraheimilið


Ef þér líkaði færslan væri frábært ef þú vildir deila henni áfram !← Eldri færslur Nýrri færslur →


Skildu eftir skilaboð

Takk fyrir skilaboðin! Við birtum þau eins fljótt og við getum!