Kostir Coco go ömmustólanna

Þegar við loksins fengum stólana um daginn gat ég ekki hamið mig og opnaði um leið einn gráan stól með ljósum viðarfótum.

Ég sýndi frá því á instagram og stóllinn fékk frábærar viðtökur! Þetta eru fallegir, hágæða stólar sem eru komnir til að vera! Til að taka örstutt saman kosti stólanna:

  • Lífrænt áklæðið má setja í þvottavél á lágum hita
  • 5 punkta beltið er varið mjúkum púðum sem hlúa að barninu og veita því öryggi
  • Hægt er að hafa stólinn í 3 stellingum sem maður stillir með einföldum handtökum
  • 2 stillingar af víbring
  • Stóllinn getur bæði vaggað og staðið stöðugur.
  • Dúar vel
  • Plastið og málmurinn er endurunnið efni
  • Viðurinn er fenginn með sjálfbærum hætti
  • Einfalt er að leggja stólinn saman og taska fylgir til að taka hann með út

Story-ið er til á instagram í highlights ef þið viljið skoða þetta betur. 

Svo má auðvitað alltaf hafa samband ef ykkur langar að skoða stólinn sjálf! <3


Það eru fleiri á leiðinni og því nóg til en þó fljótir að fara! 

Heimsendingar eru samdægurs á höfuðborgarsvæðinu ef pantað er fyrir 17 og einnig er hægt að sækja, annars eru stólarnir tilbúnir í póst næsta virka dag.

Bestu kveðjur!


eldri færslur nýrri færslur


skilja eftir umsögn

skilaboðin þín bíða nú eftir að vera samþykkt :)