Já! Já! Já! Coco go ömmustólar!

fréttir gaman

Nú er allt klappað og klárt fyrir þessa æðislegu ömmustóla. Við ætlum að bjóða þá í forsölu um helgina svo að þið fáið tækifæri til að nýta afsláttinn á sumarmarkaðnum en aðeins þá ætlum við að hafa stólana á 20% afslætti.

Þeir detta inn á miamio.is í kvöld!

Hvað er coco go?

Fyrir utan það eitt hvað þeir eru fallegir, þá eru Coco go ömmustólarnir gerðir úr birki frá sjálfbærri ræktun, endurunnum málmi og plasti. Sjálft áklæðið er úr lífrænni bómull. Vörurnar eru framleiddar eftir fremstu öryggiskröfum um barnavörur (ASTM og CPSIA) og eru alveg lausar við blý, BPA, phthalates, PVC, formaldhýð og MDF.

Bloom var stofnað að fjórum nýbökuðum pöbbum sem vildu koma með úthugsaða og nútímalega hönnun á barnavörum sem hafa mögulega verið til staðar til notkunar en ekki í samræmi við nútímasmekk foreldra. Þannig urðu til hágæða vörur sem endurspegla nútímahönnun og heimili.

Coco go ömmustólarnir eru einfaldir og falleg hönnum, léttir og þæginlegir fyrir barnið. Engin óæskileg efni hafa komist í snertingu við framleiðsluna og ætti viðkvæm húð barnsins því að una sér vel í stólnum. Tvær stillingar á titring eru í sætinu og svo er hægt að hafa sætið í þremur stellingum.

Við mælum tvímælalaust með þessum dásamlegu ömmustólum. Hægt er að fá þá í tveimur viðarlitum; ljósu og dökku birki, og svo lífrænt bómullar áklæði í þremur litum; hvítu, ljósgráu og navy bláu.


eldri færslur nýrri færslur


skilja eftir umsögn

skilaboðin þín bíða nú eftir að vera samþykkt :)